Foreldraviðtöl

Heimasíða

Heimasíða

Nemendur í 1. bekk mæta í skólann ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara fyrstu skóladagana í ágúst. Bréf með nánari tímasetningu berst öllum foreldrum í tölvupósti í byrjun ágúst.

Formleg foreldraviðtöl eru í lok október við afhendingu leiðsagnarmats við lok fyrstu annar. Þá eru nemendur og foreldrar boðaðir í viðtal við kennara. Tímasetning viðtala er valin í gegnum Námfús. Næst eru formleg viðtöl í lok miðannar eða í lok janúar eða byrjun febrúar. Aðrir kennarar og stjórnendur eru einnig til viðtals þessa daga fyrir þá sem það vilja. Við afhendingu lokamats að vori geta foreldrar pantað viðtöl við kennara ef óskað er eftir.