Skipulag kennslu

Heimasíða

Heimasíða

Við skipulag kennslu er haft að leiðarljósi að mæta námsþörfum nemenda, að þeir tileinki sér þekkingu, leikni og jákvætt viðhorf og öðlist þá hæfni sem stefnt er að í námi. Lögð er áhersla á að koma til móts við nemendur á forsendum hvers og eins. Viðfangsefni og verkefni eru valin af kostgæfni, hæfilega krefjandi til að gera öllum nemendum kleift að ná hámarks námsárangri. Í Giljaskóla er unnið er að því að flétta grunnþættina sex inn í allt skólastarfið. Í Giljaskóla er markvisst reynt að stuðla að samvinnu nemenda. Nemendum er gerð grein fyrir viðfangsefnum og markmiðum þeirra og leiðum til að uppfylla þau. Á grundvelli sameiginlegra gilda sköpum við hvetjandi námsumhverfi þar sem notaðar eru fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir.