Nesti

Heimasíða

Heimasíða

Nemendur þurfa að hafa nesti með sér í skólann sem þeir borða um miðjan morgun. Ætlast er til að nemendur komi með hollt nesti sem búið er vel um og ætlast er til að umbúðir fari heim með nemendum. Hægt er að kaupa mjólkuráskrift í skólanum í byrjun hvorrar annar. Í vetur kostaði áskriftin 3.028 kr. fyrir önnina. Í boði er léttmjólk sem geymd er í sérstökum mjólkurkæli með skammtara fyrir glös þannig að mjólkin helst ávallt köld og fersk. Nemendur geta einnig komið með drykk í skólann, en eindregið er mælst til þess að sykruðum drykkjum sé sleppt. Þegar skólinn opnar á morgnana er í boði að fá heitan hafragraut í boði foreldrafélagsins og skólans. Nemendur í unglingadeild eiga einnig kost á að fá hafragraut í fyrstu frímínutum á morgnana.