Uppskeran

STM213F - Þróunarstarf í menntastofnunum

MálstofuKynningar lokaverkefna nema

haustið 2021

Verkefnalýsing

Lagt er upp með að lokaverkefnið einstaklingsverkefni en einhverjir völdu að vinna að verkefninu með öðrum. Nemendur völdu einn af eftirfarandi fjórum valkostum. Ef smellt er á valkostina er þar nánari lýsing á þeim.

A: Þróunaráætlun með greinargerð

B: Viðtal við skólastjórnanda um stöðu og aðgerðir til að þróa lærdómssamfélag

C: Fræðileg greinargerð um valið hugtak eða viðfangsefni

D: Rannsóknarkennslustund

Á Uppskerunni er reiknað með að höfundar verkefna hafi 15 mínútur til ráðstöfunar til að kynna lokaverkefnið og svara fyrirspurnum áheyrenda. Kynningin getur verið á glærum eða öðru formi sem höfundar velja að henti viðfangsefninu (sjá dæmi um verkfæri, önnur er Power Point). Í kynningunni er farið yfir aðalatriði verkefnisins. Sjá matsviðmiðin fyrir kynninguna.

Það er til mikils hagræðis fyrir samnemendur við að velja sér kynningar að hlusta á ef glærurnar ásamt örstuttri kynningu á verkefninu eru settar inn á Padlet-vegginn hérna fyrir neðan áður en kynningin fer fram (t.d. kvöldið áður). Ekki skylda, bara hagræði, ef allt er klárt þá.

Dagskrá Uppskerunnar

9:00 Hittumst öll í aðalrými Uppskerunnar á Zoom - slóðin inn í aðalrýmið er hérna

Farið yfir fyrirkomulag dagsins

9:15 Fyrstu lotur málstofanna

Hver málstofa fær eigið hópaherbergi (breakout-room) og kaffistofan verður svo fjórða herbergið.

10:25 Aðrar lotur málstofanna

11:35 Þriðju lotur málstofanna


11:50 Allur hópurinn hittist í aðalrými Uppskerunnar.

Ígrundun, reynslan dregin saman og dagskránni slitið.

12:30 Dagskránni slitið.

Allan morguninn eigið þið þess kost að spyrja spurninga og setja ummæli við kynningar samnemenda á Padlet-vegg Uppskerunnar. Svo verður kaffistofan opin allan morguninn. Þar getið þið hist þegar þið viljið til að spjalla saman eða slaka á. Eða bara bæði.

Ef þið segið frá viðburðinum á samfélagsmiðlum t.d. Twitter notið þá myllumerkið #uppskeran21 og svo auðvitað myllumerkið #menntaspjall. Þá fá fleiri en bara þeir sem eru viðstaddir að heyra af kræsingunum á hlaðborði uppskeruhátíðarinnar.

Yfirlit yfir málstofur og kynningar

STM213F_Uppskeran _málstofuyfirlit_2021

Öll uppskeran og samtalið um hana

Bingó

Vegleg uppskera í boði!

bingo uppskeran