Þróunaráætlun með greinargerð

Verkefnið er tvískipt: Í fyrsta lagi er þróunaráætlun um raunverulegt verkefni í skóla eða menntastofnun (ca. 2 – 3 blaðsíður) og í öðru lagi greinargerð þar sem leiðir við innleiðingu eru rökstuddar með tilvísan í fræðin (7 – 10 blaðsíður).

Þróunaráætlun (2-3 síður - hámark)

Eftirtalin atriði þurfa að koma skýrt fram í þróunaráætluninni (hámark 2–3 blaðsíður, má setju upp sem töflu):

Heiti verkefnisins. (Æskilegt er að heitið sé lýsandi fyrir inntak verkefnisins).

Afmörkun viðfangsefnis og markmið: Til hvaða þátta tekur það? Nær það til allrar stofnunarinnar eða hluta hennar?

Rökstuðningur: Hvers vegna er þetta mikilvægt viðfangsefni? Hvaða kröfum eða þörfum svarar það? Hver er kveikjan að því?

Tímaáætlun: Hvað tekur verkefnið langan tíma, hvenær hefst það, hvenær eru verklok áætluð? Verður viðfangsefnið unnið í lotum eða áföngum?

Kostnaðaráætlun: Hefur verkefnið sérstakan kostnað í för með sér? Hvernig er hann sundurliðaður? Hvernig verður fjármagns aflað?

Leiðir: Hvaða aðgerða er þörf til að verkefnið nái fram að ganga? Hvernig er hafist handa? Hver gerir hvað? Hvernig er verkinu stjórnað? Hvernig er verkefnið kynnt innan stofnunar og utan? Verður leitað til utanaðkomandi aðila um ráðgjöf, kostnað eða mat? Er endurmenntun starfsmanna nauðsynleg svo vel takist til? Þarf ráðgjöf við undirbúning og framkvæmd?

Hvernig er mati hagað? Á hvaða stigum er metið? Hvaða matsaðferðum er beitt?

Greinargerð (7 – 10 síður)

Í greinargerðinni er að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeim aðferðum sem áætlað er beita við innleiðingu. Vísa skal til kenninga sem ræddar hafa verið í námskeiðinu eða í lesefni á námskeiðsins. Gerð er skýr grein fyrir vinnulagi við framkvæmd, þ.e. leiðum sem tilgreindar eru í áætluninni, með vísan í eitthvert eða einhver af þeim líkönum sem kynnt eru í námskeiðinu. Matsaðferðum er lýst og þær rökstuddar með tilvísun í fræðin. Gera þarf grein fyrir hvernig reynt verður að tryggja varanleg áhrif verkefnisins. Gætið sérstaklega að samhengi á milli fræðilega rökstuðningsins og verkefnisins sjálfs.