Rannsóknarkennslustund

Fáðu samkennara í lið með þér, helst náinn samstarfsmann. Farðu í gegnum eina rannsóknarkennslustund út frá þeim lýsingum og viðmiðum sem þú hefur lært um í námskeiðinu. Þú tekur þátt í undirbúningsfundi, vettvangsathugun og samantektarfundi með viðkomandi kennara. Skrifaðu greinargerð aðferðina (8 – 10 síður) þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:

Inngangur þar sem lýst er markmiðum verkefnisins og aðstæðum

Fræðileg umfjöllun um rannsóknarkennslustund (lesson study) hvað er það og í hvaða samhengi kemur það inn í fræði um skólaþróun,

Lýsing á aðferðstutt, hverjar voru aðstæður, hvernig fór þetta fram, hverjir tóku þátt o.fl.

Helstu niðurstöður og umræða um ferlið.

Ályktanir og tillögur til skóla sem vilja nýta þetta sem næsta skref.