Fræðileg greinargerð um valið hugtak eða viðfangsefni

Fræðilega greinargerðin á að vera á bilinu 10–14 blaðsíður.

Hér er áhugaverðri spurningu er svarað á grundvelli heimilda. Eftirfarandi er rammi til að styðjast við, við skipulag og uppsetningu. Nauðsynlegt getur reynst að bregða út af því ef ramminn hentar ekki verkefninu.

Vinsamlega hafið samband við umjónarkennara ef þið teljið að svo sé.

Neðangreind atriði skal fella að formgerðinni inngangur, meginmál, niðurlag. Eftirtalin atriði þurfa að koma skýrt fram í ritgerðinni:

Heiti verkefnisins. (Æskilegt er að heitið sé lýsandi fyrir inntak verkefnisins).

Afmörkun viðfangsefnis og markmið: Til hvaða þátta tekur það? Hvaða spurningu/m er verið að svara?

Rökstuðningur: Hvers vegna er þetta mikilvægt viðfangsefni? Hvaða kröfum eða þörfum svarar það? Hver er kveikjan að því? Hvers vegna hefur þú áhuga á að vinna það? Hvar er leitað fanga og hvernig?

Fræðileg umfjöllun: Þarf að vera skýrt og vel unnin, byggð á rannsóknum. (er meginhluti verkefnisins)

Ályktanir og umræða þar sem rannsóknarspurningu er svarað, rætt um fræðin m.a. út frá eigin reynslu og skoðunum. Ennfremur er fjallað um mögulega hagnýtingu í skólastarfi.