Viðtal við skólastjórnanda um lærdómssamfélag

Takið viðtal við stjórnanda (skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra) í leik- grunn eða framhaldsskóla til að skoða viðhorf hans/hennar til lærdómssamfélagsins og hvernig hún/hann vinnur að því í sinni stofnun að styrkja lærdómssamfélagið. Útbúið viðtalsramma á grundvelli fræðanna.

Viðtalsramminn fylgir með greinargerð sem fylgiskjal.

Greinargerðin skal vera stutt og hnitmiðuð (u.þ.b. 8 – 12 bls.), sett upp eins og skýrsla um

rannsókn og skal innihalda eftirfarandi:

Inngangur þar sem gerð er grein fyrir markmiði, tilgangi verkefnisins, aðstæðum og upplýsingum um innihald greinargerðar.

Fræðilegan bakgrunn þar sem fyrirbærið sem verið er að kanna er útskýrt með tilvísan í rannsóknir fræðimanna. Fjalla skal sérstaklega um lærdómssamfélagið sem grunn að umbótastarfi.

Lýsing á framkvæmd, þ.e. aðferð, þátttakanda (viðtalsrammi fylgir með í fylgiskjali, úrvinnslu o.fl. sem skiptir máli.

Niðurstöður – sett fram lýsing á meginniðurstöðum.

Umræða um tengsl fræða og niðurstaðna. Settar eru fram rökstuddar ályktanir um stöðu lærdómssamfélagsins í skólanum og leitað skýringa á þeim. Hér er jafnframt æskilegt að setja fram gagnrýna umræðu um aðferðina og tækin sem notuð eru sem slík, veikleika og styrkleika þeirra auk varnaðarorða um túlkun niðurstaðna. Athugið að það má fella saman í einn kafla kynningu á niðurstöðum og umræðuna, gera skal grein fyrir því í inngangi ef þessi leið er farin.

Samantekt þar sem dregin eru saman svör við spurningum/ markmiðum sem settar eru fram í inngangi. Settar fram tillögur um mögulegar aðgerðir sem skólastjórnendur gætu farið í til að styrkja lærdómssamfélagið.