Fyrir 40 - 50 árum var PONG flottur og vel frambærilegur leikur en ef hann væri framleiddur í dag þá yrðu eflaust gerðar töluverðar breitingar. Þetta er það sem gerðist seinna til dæmis með útgáfu á leiknum breakout sem þið kannist mögulega við nútímalegar símaútgáfur af.
Til að byrja með skulum við athuga hvað gerist ef við breytum hegðun spaðanna og breytum til dæmis hraða boltanna.
Hér má sjá þær breytur sem búið er að draga út til að auðvelda breytingar.
Til að byrja með skulum við breyta fyrstu breytunni í false til að prófa hvernig leikurinn spilast ef spilarar fá ennþá meira frelsi við notkun spaða sinna.
Þetta veldur því að spilarar geti hreyft spaða til hægri og vinstri út frá völdum lyklum en í raun geta þeir breytt þessum tökkum í hvað sem þeim sýnist.
Ef g_allowHorizontalMovement er sett á “false” þá einfaldlega eru vinstri og hægri takkinn hunsaður.
g_ballSpeed er hraðastilling fyrir boltann og við viljandi læstum ekki hraðanum á neitt hámark en við mælum þó með að stilla hraðann á gildi milli 1 og 5 upp á spilanleika en ef einhver er í púkaskapi þá sleppur 6-7 alveg líka
Við viljum svo bjóða upp á valmöguleikann að bæta við auka bolta. Þessi stilling hentar vel með lágum hraða og umbreytir spilun alveg töluvert.
Hérna má sjá hvernig við fáum upp auka bolta.
Að lokum viljum við að hægt sé að keppa í leiknum fyrst að nú er líklega búið að hækka erfiðleikastigið. Til að fá grunn útfærslu þarf einungis að setja þessar breytingar:
En ef tími leyfir má grafa dýpra og gefa nemendum tækifæri á að staðsetja tölurnar, stjórna stærð og jafnvel velja leturgerð.
Ef við höfum tíma þá er um að gera að kíkja á næsta kafla, en annars má einnig skoða það eftir námskeiðið ef nemendur eru spenntir fyrir því að kafa dýpra í kóðana.