Eftirfarandi kafli næst ekki endilega á námskeiðstíma nema að hópi gangi mjög vel með hina tvo kaflana ásamt kynningu.
Það er margt sem gerir leiki spennandi að spila en ásamt því mikilvægasta eru hlutir sem auglýsa viðburði í leiknum og gera mikið úr litlum atvikum. Í þessum kafla verður farið yfir hvernig má notast við eindir og skjáhristing til að auka við upplifun.
Eindir eru oft notaðar til að skilja eftir ummerki um viðburð eða til að sýna spilara að eitthvað sé að gerast.
Við erum búin að útbúa kóða sem leyfir ykkur að setja inn eindir á staðsetningu sem ykkur hentar. Til að byrja með þarf að virkja kóðan með að breyta stillingu efst svona:
Nú virkar að nota kalla á particleBlast til að setja fjölda einda á hvaða hnit sem er.
Hér má t.d. Sjá 5 stk eindir settar þegar bolti rekst í spaða á hnit boltans.
Þessar litlu kúlur virðast ekki eftirtektarverðar en þið getið treyst að spilari tekur vel eftir þeim og svo geta djarfir nemendur að sjálfsögðu fiktað í kóðanum og stækkað þær ef þeir vilja (sjá Particle.prototype.Draw inn í kóða).
Gamalt og vinsælt trikk sem er ennþá að gera góða hluti er hinn klassíski skjáhristir. Þetta er oft notað þegar spilari missir líf eða fær högg á sig. Hér er því passandi að setja smá skjáhristing þegar að annar aðili skorar stig.
Eins og flest annað í þessu námskeiði erum við búin að sníða kóðann þannig að nemandi getur stjórnað styrkleika hristings og skapað þannig sína upplifun.
Byrjum á að kveikja á kóðanum efst og færum okkur í hristingskaflan
Hér er notkunardæmi þar sem við setjum á smá hristing þegar að annar aðillinn skorar. Hér getur hönnuður sett inn tölu frá einum uppí fjóra og verður hristingur þá bæði meiri og endist í lengri tíma.
Hönnuði er velkomið að setja startShake(1-4) kóðabútinn hvert sem hann vill