Hér má sjá grunnstillingar á útliti leiksins ykkar. Til að byrja með skulum við aðeins skoða dökk og ljósgulu litina en þeir segja okkur hvaða breytingar við getum gert.
Fyrsta skref er að fara yfir hvernig hægt er að skipta út lit á spöðum og bolta.
Auðveldasta leiðin til að tákna liti er að skrifa heiti þeirra á ensku. Sem dæmi er hægt að fá upp báan (e. blue) bleikan (e. magenta) og rauðan (e. red) með því að setja inn orðin líkt og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Önnur leið til að tákna liti er að setja inn litanúmer. En númerið má finna í litahjólum. Þið einfaldlega afritið allt númerið og setjið inn á milli gæsalappana.
Oft er umhverfi stór partur af upplifun í leikjum en við ætlum að skipta um bakgrunn til að setja stemningu fyrir okkar Pong. Til að einfalda mál erum við búin að undirbúa 8 mismunandi bakgrunna sem nemendur geta valið úr.
Hérna er búið að merkja við þær breytur sem stjórna hvaða myndir úr safninu eru notaðar.
Ef settar eru inn tölur frá 0-8 er þannig hægt að umbreyta honum og gera hann persónulegri.
Í dæminu hér fyrir neðan er bakgrunnur nr. 7 notaður og bolti nr. 3
Hér fyrir neðan má sjá úrvalið af því sem hægt er að velja sér fyrir bolta og bakgrunna
1
5
2
6
3
7
4
8
1
5
2
6
3
7
4
8