Saman gegn hatri og fordómum
Saman gegn hatri og fordómum
Það er mikilvægt að öll upplifi sig örugg og velkomin í skólanum og það er ábyrgð okkar allra að skapa slíka menningu í skólanum okkar.
Í þessu verkefni átt þú að búa til plakat sem vinnur gegn fordómum og hatri.
Verkefnið má gera á íslensku eða ensku.
Verkefnið má gera á stóru blaði eða í Canva.
Farðu með hugmynd til kennara og fáðu samþykki áður en þú byrjar.
Á plakatinu þarf að vera texti og lýsandi myndir.
Verkefnið ætti að taka um 1-3 vinnustundir
Þú kemur í námssamtal við kennara til að láta meta valverkefnið þitt. Hér við hliðina sérðu hæfniviðmið og viðmið um árangur fyrir verkefnið.
Hér má sjá nokkur verkefni sem geta gefið ykkur hugmyndir.