ATH verkefnið er í tveimur útgáfum, fyrir 7-8. bekk og fyrir 9.-10.bekk.
Markmiðið verkefnisins er að skoða hvort að bækurnar á bókasafninu endurspegi fjölbreytaleika íslensks samfélags.
Í verkefninu áttu að fara í rannsóknarleiðangur á bókasafnið í skólanum með gátlista sem þú færð útprentaðan hjá kennara.
Hér fyrir neðan er nánari verkefnalýsing, gátlistinn og leiðsagnarhefti eftir árgöngum.
1.Fáðu gátlistann útprentaðan hjá kennara.
2. Farðu á bókasafnið í skólanum með gátlistann og athugaðu hvort að þú getir fundið bækur út frá listanum. Skrifaði heiti bókanna sem þú finnur á gátlistann.
3. Farðu með gátlistann í námssamtal til kennara og svaraðu eftirfarandi spurningum munnlega í námssamtali:
Fann ég bækur með aðalpersónum sem líkjast mér?
Held ég að allir í skólanum geti fundið bækur með aðalpersónum sem líkjast sér?
Finnst mér mikið úrval af fjölbreyttum bókum á bókasafninu? Ég tek eitt dæmi til að útskýra.
Tímalengd: Verkefnið ætti að taka 1-2 vinnustundir.
Gátlisti 7.-8.bekkur
Leiðsagnarhefti 7-8.bekkur
1.Fáðu gátlistann útprentaðan hjá kennara.
2. Farðu á bókasafnið í skólanum með gátlistann og athugaðu hvort þú getir fundið bækur út frá listanum. Skrifaðu heiti bókanna sem þú finnur á gátlistann.
3. Farðu yfir gátlistann og svaraðu spurningunum sem fylgja verkefninu. Þú getur svarað spurningum í Word eða eða munnlega (Imovie eða hljóðupptaka).
4. Farðu í námssamtal til kennara.
Tímalengd: Verkefnið ætti að taka 2- 4 vinnustundir..
Gátlisti 9.-10.bekkur
Leiðsagnarhefti 9.-10.bekkur