Umhverfi mitt
Skólahverfi Grunnskólans í Hveragerði
Skólahverfi Grunnskólans í Hveragerði
Umhverfi mitt er unnið af Gestnýju Rós og Steinunni Steinþórsdóttur í áfanganum Grenndarkennsla á 2. ári í kennarafræðideild við Háskólann á Akureyri.
Verkefnið fólst í að fjalla um skólahverfi Grunnskólans í Hveragerði og skipuleggja þrjár vettvangsferðir í umhverfi skólans. Skólaumhverfið og allt nágrenni hans er mikilvægur þáttur í námi barna. Nágrennið og samfélagið er fullt af örvandi, fjölbreyttu námsefni sem við sem verðandi kennarar þurfum að opna augun fyrir. Það er mikilvægt að skólar séu í virkum tengslum við nærsamfélag sitt svo hægt sé að tengja námið við raunverulegar aðstæður í nærumhverfinu (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013, bls. 46). Því er mikilvægt að börn fái að nýta öll skynfæri sín í námi, tengja raunveruleikann við fyrri reynslu og byggja ofan á hana -að sjá, finna, lykta eða smakka viðfangsefnið er svo stórkostleg viðbót við námið.
Með þessu geta nemendur fengið raunverulega, áþreifanlega og fjölbreytta reynslu sem skilar sér í varðveislu á því sem fengist er við. Grenndaraðferðin er mikilvæg kennurum og vísar hún til þess þegar viðfangsefni úr nágrenninu er áhersluþáttur kennslunnar og nemendum er kennt um grenndina (Ruth Margrét Friðriksdóttir o.fl., 2015, bls. 4) og nærumhverfið nýtt í kennslu. Þessi leið þjónar margvíslegum tilgangi og má þar nefna að tenging við umhverfið ein leið til þess að kenna börnum á hið raunverulega líf sem verið er að undirbúa þau til að fást við auk þess að hún eykur grenndarvitund og samkennd með samfélaginu (Bragi Guðmundsson, 2000, 2009).
.
Mynd 1
Gestný Rós G Sigurðardóttir
(Gestný Rós, 2021)
Gestný Rós hefur verið búsett í Hveragerði frá árinu 2003 og er á öðru ári í grunnskólakennaranum. Hún er fjögurra barna móðir, hundaræktandi, fatahönnuður ásamt því að hafa mikinn áhuga á uppeldis- og menntamálum.
Mynd 2
Steinunn Steinþórsdóttir
(Steinþór Skúlason, 2021)
Steinunn er búsett í Reykjavík en bjó í Hveragerði á árunum 2017-2019. Hún er á öðru ári í grunnskólakennaranum. Hún á eina dóttur, hundinn Garp og nokkra hesta. Steinunn hefur mikinn áhuga á menntamálum og að starfa með unglingum.