Upprisa

Þessi bók geymir ljóð sem flest voru samin veturinn 2018-19, í desember og fram í febrúar. Ljóð sem lýsa oft erfiðum tímum en einnig upprisu og von. Annars er efni fjölbreytt og form líka. Eldri ljóð eru þarna, s.s. frá vikudvöl á Hrauni í Öxnadal og minningarljóð um pabba og Vigni vin minn svo eitthvað sé nefnt af þeim eldri. Kápumynd tók ég í Mývatnssveit og tengdadóttir okkar, Yafei Qi, sendi mér teikningar sem hún var að dunda við í Berlín þar sem þau Óskar bjuggu. Rannveig mín tók kápumynd af kallinum. Tindur gaf bókina út og ætti hún að fást baka til í bókaverslunum en ég fæ að birta hér hljóðskrár. Þetta er enginn gæðalestur, lesið í innbyggðan hljóðnema í tölvunni fyrir sjónskertan félaga. Lesendur fá leyfi til að hlaða niður þessum hljóðskrám.