Ljóðin okkar Sillu

Hér er um að ræða hálfopinbera útgáfu á ljóðabók eftir Stefán Þór Sæmundsson, 2021. Bókin nefnist Ljóðin okkar Sillu enda eru mörg ljóðanna kennd við skáldsagnapersónuna Sigurlaugu Svanbjörnsdóttur eða Sillu Svan. Þessi persóna varð til í skáldsögu minni Þrítugur 1/3 sem kom út í lok febrúar 2021 og fæst hjá höfundi og í Pennanum. Þetta er fyrsta bindið í þríleik um hóp sem kynnist á menntaskólaárunum og við fylgjumst með þeim í þrjá áratugi eða svo. Í fyrsta bindinu hef ég lagt nokkur ljóð Sillu Svan í munn og geri það áfram hér - þetta eru þau ljóð mín sem hafa hvað mesta kvenlega eða femíníska sýn og sjónarhorn. Einhver þeirra birtust í Þrítugur 1/3 og hugsanlega munu einhver ljóðanna rúmast í framhaldsbókunum - hvað veit ég?