Mar

Við þekkjum öll marbletti af ýmsum stærðum og gerðum og í öllum regnbogans litum. Hér er ort um mar á líkama og sál og vissulega byggt á eigin reynslu og fólks í kringum mig en efnið ætti þó að hafa víðtæka skírskotun. Einnig eru æskumyndir, gamansöm kvæði og háðsádeilur. Eitthvað gefur á bátinn stundum enda þýðir mar líka sjór. Líkt og í Upprisu eru talsverðar sviptingar í efni og formi og höfundur leikur sér mikið með tungumálið. Ljóðabókin Mar fæst í Pennanum og hjá höfundi.