Ljóðdrangi - Ljóðasetur Stefáns Þórs


Hjartanlega velkomin upp á Ljóðdrangann minn. Ég vona að útsýnið sé bærilegt í dag. Ljóðasetur Stefáns Þórs er vefur sem ætlaður er að hýsa útgefin ljóð mín í vefformi og upplesin af höfundi og ýmis óútgefin ljóð sömuleiðis. Ljóðabækur mínar frá síðustu árum eru Upprisa (Tindur, 2019) og Mar (höfundur, 2020) og hér er frumsýnd í hálfopinberri útgáfu Ljóðin okkar Sillu (höfundur, 2021). Senn mun bætast við nýtt handrit sem heitir Dauði ljóðsins (höfundur, 2022).

Hér mun ég setja inn alls konar ljóð, gömul og ný og dusta jafnvel rykið af þeim ljóðum sem birtust í Hræringi með súru slátri (höfundur, 1990) ásamt öðru eldra efni en þetta á að vera lifandi og síbreytilegur ljóðavefur. - Sjá Ýmis ljóð lengst til hægri uppi í efnisyfirliti.

Hafið endilega samband t.d. í tölvupósti stefan@ma.is eða stefansaem@gmail.com ef ykkur liggur eitthvað á hjarta.

Við þurfum að finna rétta hljóðið svo að ljóðið deyi ekki út, sungu 200.000 naglbítar (eða Tríó Menntaskólans á Akureyri) og hér koma mín hljóð og ljóð og hljóðaljóð.

Lifið heil.

Stefán Þór Sæmundsson