Starfsáætlun skólaráðs 2025-2026
Skólaárið 2025-2026 verða fjórir fundir í skólaráði og þar af einn opinn fundur. Skólastjóri boðar til fundar með að minnsta kosti viku fyrirvara með dagskrá. Fundargerðir skulu ritaðar og liggja fram í skólanum og á heimasíðu skólans.
Meðal umfjöllunarefnis skólaráðs:
Fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
Tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
Fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Fjallar um skólareglur og umgengishætti í skólanum.
Fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað.
Tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Áætlaðir fundir skólaráðs eru sem hér segir og eru fastsettir á skóladagatalinu:
Miðvikudagurinn 17. september 2025 kl. 17.00.
Miðvikudagurinn 19. nóvember 2025 kl. 17.00 - Fundur með nemendaráði
Miðvikudagurinn 25. febrúar 2026 kl. 17.00 – Opinn fundur í skólaráði
Miðvikudagurinn 29. apríl 2025 kl. 17.00