Á skóladagatalið vantar kynningafund að hausti sem verður í september. Þá verður stutt fræðsla á sal fyrir alla foreldra/forsjáraðila á skólaþróunarverkefni. Þegar því er lokið fara foreldrar/forsjáraðilar með umsjónarkennurum í stofur bekkjanna og fá kynningu á starfi vetrarsins. Á fundinum eru skipaðir bekkjarfulltrúar/tenglar sem eru leiðtogar í skipulagi bekkjarstarfsins. Í rannsóknum hefur komið fram að samstarf foreldra og skóla hefur alltaf jákvæð áhrif á skólastarf og skilar sér í betri líðan nemenda og bættri frammistöðu.