Starfsáætlun nemendaráðs Egilsstaðaskóla

Nemendaráð Egilsstaðaskóla vinnur að félags- og hagsmunamálum nemenda. Tilgangur ráðsins er að halda uppi félagsstarfi í skólanum, að efla starfsanda nemenda og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.

Nemendaráð fjallar um efni sem tengist félagsstarfi nemenda og hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skolastarfi. Nemendaráð leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja nemendur.

Í nemendaráði sitja 12 fulltrúar af elsta stigi auk formanns, en ráðið er hluti af vali skólans. Það þýðir að nemendur velja að taka hluta af vali sínu sem fulltrúar í nemendaráði og ef fleiri en 13 velja ráðið þarf að kjósa þeirra á milli. Stefnan er sú að fjórir nemendur komi úr hverjum árgangi á unglingastigi, helst þannig að jafnvægi sé með kynjum. Starfsárið 2024-2025 var þó ákveðið að þær 17 stúlkur sem völdu að sitja sem fulltrúar í nemendaráði fengju allar tækifæri til að starfa við það.

Formaður nemendaráðs kemur úr 10. bekk og er skorið úr því með kosningu nemenda hver hreppir sætið ef fleiri en einn aðili býður sig fram. Hlutverk formanns er einkum að hafa forystu fyrir ráðinu og koma fram fyrir hönd þess.

Með nemendaráði starfar kennari eða annar starfskraftur skólans.

Helstu verkefni nemendaráðs:

- Öðruvísi dagar fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans.

- Jólaskemmtun unglingastigs.

- Þorrablót/góugleði unglingastigs.

- Afþreying í frímínútum unglingastigs.

- Ræða þau málefni sem koma frá nemendum og koma þeim í farveg.

- Fulltrúar í skólaráði skólans.

- Skrifa pistil í skólablað (formaður).

- Annað sem nemendaráð og nemendur skólans leggja áherslu á.

Fundir nemendaráðs eru vikulega frá því að valtímabil ráðsins hefst og þar til skóla lýkur að vori.