Stapaskóli hefur unnið að sinni innleiðingu á hugarfrelsi í samstarfi við Hrafnhildi og Unni sem reka https://hugarfrelsi.is/. Kennarar um allt land eru síðan að þróa skemmtileg verkefni með velferð nemenda að leiðarljósi og hér bendum við á þau sem við höfum rekist á.
Heillastjarna sérhæfir sig í hugleiðslu- og sjálfstyrkingarefni fyrir börn og ungmenni og heldur úti vefsíðu með miklu úrvali af ókeypis hugleiðslum auk þess að bjóða upp á ýmis konar námskeið fyrir kennara og starfsfólk skóla, börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðsluiðkun að föstum lið daglega.
Á vefnum Hreyfistund má finna stuttar líkamsræktaræfingar fyrir öll skólastig. Síðan er skipulögð eftir skólastigum og mánuðum skólaársins. Stutt kennslumyndbönd leiða kennara og nemendur í gegnum æfingarnar.
Safn myndbanda sem hægt er að setja í gang til að skapa andrúmsloft og auka einbeitingu í kennslustofunni.