Það er nauðsynlegt fyrir alla að taka slökun á hverjum degi. "Ávinningur af slökun er aukin hvíld fyrir líkamann og hugann, auk þess sem andleg og líkamleg vellíðan eykst. Í slökunarástandi fer af stað úrvinnsla á atburðum dagsins. Þegar slík úrvinnsla hefur farið fram á vökutíma þarf hún ekki að eiga sér stað í draumsvefni. Þar með aukast líkur á dýpri nætursvefni."
Hugleiðsla er "eins konar einbeitingarþjálfun. Þeir sem hugleiða reglulega finna minna fyrir tilfinningasveiflum, hugur þeirra verður skýrari og sjálfsmyndin batnar. Einnig eykst innri friður og hugarró við hugleiðsluiðkun."
Heimild: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir. (2016). Hugarfrelsi, kennsluleiðbeiningar. [Án útgáfustaðar]: NB forlag.
Haltu annarri höndinni fyrir framan þig með útglenntum fingrum. Með einum fingri á hinni höndinni strýkur þú upp og niður milli fingranna, um leið og þú andar djúpt inn og út:
Strjúktu upp þumalfingur og andaðu inn
Strjúktu niður þumalfingur og andaðu út
Strjúktu upp vísifingur og andaðu inn
Og svo framvegis þar til þú er búin að strjúka upp og niður alla fimm fingurna.
Tæplega 7 mínútna hugleiðsla um velvild.
Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari leiðir okkur í gegnum hugsun um hvernig við sýnum sjálfum okkur og öðrum velvild.
Tæplega 10 mínútna hugleiðsla þar sem íslensk kona leiðir okkur í gegnum skimun á öllum líkamanum.
Íslensk kona talar í gegnum einfalda hugleiðslu sem tekur tæplega 7 mínútur.
Gert ráð fyrir að hópur sitji í hring.
Inga Hrönn Kristjánsdóttir talar okkur í gegnum 10 mínútna hugleiðslu.
Þægileg rödd, engin bakgrunnshljóð.
Íslensk kona talar í gegnum æfingu þar sem athyglinni er beint að hljóðum í umhverfinu. Byrjað á að leiðbeina þátttakendum í slakandi stöðu, sitjandi eða liggjandi.
Fjallað um núvitund.
Á vef ríkisútvarpsins er safn átta myndbanda sem henta vel í styttri og lengri núvitundaræfingar. Þarna eru bæði stuttar hugleiðslur með töluðum leiðbeiningum og beint streymi úr náttúrunni, t.d. frá vatnsbóli villtra dýra í Kenýa.
Árni segir hugleiðslusögu fyrir börn á aðventunni, hvert myndband tekur rúmelga 15 mínútur.
Mjög róleg rödd, lágvær tónlist í bakgrunni.