9. - 10. bekkur

Í hverju Stapamixi eiga nemendur á unglingastigi að velja sér 1 - 2 heimaverkefni hér. Verkefnin á að velja með foreldrum og vinna heima. Í leiðsagnarhefti á að skrá hvaða verkefni nemandi velur sér og foreldrar kvitta fyrir því að verkefninu hafi verið lokið heima.
Að því loknu fer nemandi í námssamtal til kennara sem metur verkefnið í Mentor. 

Hverju verkefni fylgir leiðsagnarblaðsíða sem nemendur opna í Books í ipadinum hjá sér og geta þá séð nákvæmlega hvað þarf að gera til að ljúka verkefninu. Best er að venja sig strax á að merkja inn á leiðsagnarblaðsíðuna þegar einhverju er lokið í verkefninu og halda þannig skipulega utan um vinnuna.