Skapandi heimanám er heimanámsval á unglingastigi Stapaskóla. Nemendur fá aðra hverja viku hlaðborð verkefna að velja úr sem kennarar á unglingastigi setja upp. Verkefnin eru fjölbreytt og reynt er að bjóða nemendum upp á að skila á skapandi hátt. Verkefnin tengjast áhugasviðum nemenda og kennara og tengjast stundum yfirstandandi Stapamixi á unglingastigi. Kennarar hafa einnig leitað til nemenda eftir hugmyndum að verkefnum og tengt þannig beint við áhugasvið ákveðinna nemenda.

Nemendur velja sér 1-2 verkefni í samráði við foreldra og/eða forráðamenn til að vinna í hverju Stapamixi.

Öll skapandi heimanámsverkefni eru metin út frá
hæfniviðmiðum 7. - 10. bekkjar.

Markmiðin með skapandi heimanámi

Skipulag kennara

Kennarar í Stapamix teyminu halda saman utan um skapandi heimanám. Í hverri Stapamix lotu eru sett inn fleiri verkefni sem nemendur geta valið úr, en nemendur mega einnig velja eldri verkefni sem þau hafa ekki unnið áður. Verkefni kennara eru:

Hér má finna skapandi heimanámsverkefni
síðasta skólaárs.