Í þessari lotu ætlum við að læra efnafræði og tengist eftirfarandi hæfniviðmið vinnunni:
Við lok 10.bekkjar getur nemandi:
-nýtt frumeindakenninguna og lotukerfið til að útskýra eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti.
Við munum einnig vinna með fleiri hæfniviðmið sem tengjast verkefnunum.
Verkefni í lotunni
Til að reyna að ná A hæfni: Vinna öll 4 verkefni lotunnar og glósur
Til að reyna að ná B hæfni: Vinna 3 verkefni lotunnar og glósur
Til að reyna að ná C hæfni: Vinna 2 verkefni lotunnar og glósur
Í þessu verkefni eigið þið að búa til vefsíðu með Google Sites og útskýra einn námsþátt efnafræði. T.d:
Frumeindakenningin
Lotukerfið
Efnabreytingar
Hamskipti
Hugtök að eigin vali úr 1., 2. eða 3.kafla í Efnisheimurinn
Leitaðu að tilraun á netinu eða hannaðu eigin tilraun sem tengist efnafræði.
Þú þarft að fá tilraunina samþykkta hjá kennara. Taktu tilraunina upp á myndband og láttu fylgja skriflegar og munnlegar útskýringar á því sem er að gerast.
Hugmyndir: https://www.sciencebuddies.org/science-fair-projects/science-projects/chemistry/eighth-grade
Lærðu um einn námsþátt í efnafræði með skapandi hætti. Þú mátt:
Semja lag
Búa til listaverk
Búa til námsspil
Búa til "reels" / "shorts
Paraverkefni um geymslu matvæla og aukaefni
Skilaðu inn hugtakaskýringum á eftirfarandi hugtökum:
❏ Frumefni
❏ Efnasambönd
❏ Efnablanda
❏ Formúlur
❏ Hamur efnis
❏ Efnabreytingar
Þú mátt ráða á hvaða formi þú skilar hugtakaskýringunum.
Skilaðu inn hugtakaskýringum á eftirfarandi hugtökum:
❏ Frumeind
❏ Sameind
❏ Hamskipti
❏ Róteind
❏ Nifteind
❏ Rafeind
❏ Öreind
❏ Frumeindamassi
❏ Sameindamassi
❏ Sætistala
❏ Jón
Þú mátt ráða á hvaða formi þú skilar hugtakaskýringunum.
Skilaðu inn hugtakaskýringum á eftirfarandi hugtökum:
❏ Lotukerfið
❏ Lotur
❏ Flokkar
❏ Málmar
❏ Málmleysingjar
Þú mátt ráða á hvaða formi þú skilar hugtakaskýringunum.
Skilaðu inn hugtakaskýringum á eftirfarandi hugtökum:
❏ Efnabreytingar
❏ Leysingar
❏ Leysni
❏ Mettaðar og ómettaðar
lausnir
❏ Efnahvörf
❏ Að stilla efnajöfnur
❏ Sýrustig
❏ Sýrur
❏ Basar
❏ Hlutleysing
Þú mátt ráða á hvaða formi þú skilar hugtakaskýringunum.