Náttúruvernd, vistkerfi og hringrásir
Markmið lotunnar:
Kynnast því hvað felst í náttúruvernd:
Til hvers hún er.
Hvort hún sé mikilvæg.
Kynnast vistfræði
Hvað vistkerfi er.
Hvernig þau virka.
Hverjir deila vistkerfum.
Kynnast hringrásum í náttúrunni
Hvernig þær virka.
Hvaða þjónustu þær veita.
Um lotuna
Í þessari lotu kynnumst við hugtökunum náttúruvernd, vistfræði og hringrásir.
Nemendur vinna 3 skylduverkefni sem eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni.
Nemendur velja sér 2 valverkefni í upphafi þema og láta kennara vita. Það má gera fleiri valverkefni.
Undirbúningur:
Fyrstu vikur lotunnar læra nemendur um náttúruvernd og vistfræði ásamt hugtökum sem tengjast þeim.
Nemendur læra t.d um hugtökin vistkerfi, stofn lífvera, líffélag, fæðukeðja, fæðuvefur, lífrræðilegur fjölbreytileiki, náttúruvernd, vistspor, ágengar tegundir, útrýmingarhætta, hringrásir, ljóstillífun og bruna.
Verkefni í undirbúningsvikum eru: Náttúruvernd 1 (Verkefni 1 og 2), Náttúruvernd 2 (Verkefni 1 og 2) og sjálfspróf í 1.kafla í Maður og náttúra.
Námsmat fyrir verkefni í undirbúningsvikum er Lokið eða Ólokið
Við lok undirbúningstímabils er könnun í Socrative.
Skylduverkefni:
Bottle episode: Nemendur búa til lokað vistkerfi í flösku.
Dýrin Í Hálsaskógi: Nemendur vinna vinnubók um vistkerfi og lokaafurð er að búa til heimildamynd um svæði á skólalóðinni.
Er nauðsynlegt að skjóta þá? Nemendur afla sér upplýsingar um eitt álitamál og taka upp hlaðvarpsþátt. Álitamálin sem þau mega velja á milli erut.d. ágengar tegundir í náttúrunni, hálendisþjóðagarður og hvalveiðar.
Smelltu hér til að skoða hæfniviðmið og viðmið um árangur fyrir lotuna
Munið! Þið berið sjálf ábyrgð á að sýna kennaranum verkefnin og fá þau metin :)