Skipulag í 9. og 10. bekk með notkun á skráningarblaðinu "Álag í lífi nemenda"
Skipulag kennara í 1. bekk sem notar samtöl til að kenna nemendum ritun.
Við mælum með að kennarar komi sér upp einhvers konar skráningu til að halda utan um mikilvægar upplýsingar sem koma fram í námssamtölum og framvindu í námi nemenda.
Blað til að hengja upp í stofu til að gefa nemendum tækifæri til að panta tíma í samtal hjá kennara.
Excel eyðublað sem Ragnar Þór Pétursson þróaði til að halda utan um samtöl við nemendur. Nemendur skrá í skjalið hvernig þeir meta álag á ólíkum sviðum og skráningin litakóðast sjálfkrafa í skjalinu. Skráning nemanda er grundvöllur námssamtalsins.
Í leiðsagnarmati þarf kennarinn að nota spurningar frekar en staðhæfingar í samtölum við nemendur til að virkja þá til umhugsunar um það sem þeir eru að læra.
Mikilvægar spurningar í námssamtölum kennara við nemendur.
Lykilspurningar í leiðsagnarmati
Spurningar sem kennari getur notað til að kanna skilning nemenda á efninu (ekki bara yfirborðsþekkinguna)
Það er mikilvægt að hlúa að spurningum nemenda, kenna þeim að nota spurningar sem dýpka námið þeirra og vinna með spurningar þeirra í skólastofunni svo að nemendur sjái hversu miklu máli þær skipta í náminu þeirra.