Námssamtöl eru kennslutæki sem virkar í ákveðinni lærdómsmenningu. Leiðsagnarmat er lykilatriði í þessari menningu sem þýðir að námsmat fer fram í leiðsögn kennara til nemenda á meðan á vinnu þeirra stendur enn ekki bara þegar vinnunni er lokið.
Það er mjög mikilvægt að nemendur upplifi að þeir séu virkir aðilar að samtölunum en séu ekki bara hlustendur að ráðum og fróðleik frá kennaranum. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að kennari noti spurningar markvisst í samtölunum frekar en fullyrðingar. Þú getur fundið fleiri hugmyndir að góðum spurningum á síðunni skapalón og kennslutæki.
Annað hugtak sem er gott að hafa í huga þegar þú vilt nýta námssamtöl í skólastofunni þinni er lærdómssamfélagið.