Í tæknisamfélagi er aragrúi af öppum, síðum og öðrum hjálpartækjum sem geta létt lífið í námi umtalsvert. Eitt slíkra verkfæra er Padlet. Verkfærið er kjörið þegar unnar eru umræður í hópum eða skipuleggja þarf vinnu, verkefnastöðu eða annað. Eftirfarandi verkefni er sett upp til að kynna hvernig Padlet vefurinn virkar.
Verkefnið gengur út á það að opna einn af fréttamiðlunum í verkefnalýsingunni og velja frétt að eigin vali og lesa hana. Þegar þú hefur lesið fréttina þarf að opna Padlet vefinn, þú notar Qr-kóðann til að nálgast hann. Þegar þú ert kominn inn á Padlet vegginn (þú ert inn á safari eða öðrum vafra), þarft þú að skrá niður hvað þú last. Þú velur + merkið niðri í hægra horninu, skráir heitið á greininni undir "Subject". Svo skrifar þú nafnið þitt í reitinn undir "Subject" ásamt stuttri lýsingu á þeirri grein sem þú last.
Hæfnin sem þú þjálfar í þessu verkefni er þessi:
Nýtir sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt.