Góðar glósur eru grunnurinn
Góðar glósur eru grunnurinn
Í glærupakkanum eru skýringar á verkefnum sem finna má í´verkefnaheftinu. Einnig eru fjölbreytt dæmi um myndglósugerð (sketchnoting) og myndbönd sem eru hjálpleg fyrir þá sem vilja æfa sig í gerð myndglósa.
Þeir sem vilja frekar nálgast glærurnar á Canva þar sem tenglar eru lifandi geta gert það hér.
Þar sem ýmis rök mæla með því að fólk glósi með penna á pappír frekar en rafrænt prentuðum við í Stapamix út verkefnahefti fyrir nemendur. Fyrstu sex verkefnin voru skylda í stapamixinu Lykill að góðu námi. Önnur verkefni í heftinu eru skemmtilegar æfingar í einföldum teikningum, gott til að grípa í ef nemandi er þreyttur á huglægri vinnu eða búinn með önnur verkefni.