OneNote er verkfæri sem við nýtum okkur þónokkuð í verkefnavinnu í Stapaskóla. Þú ert með þetta sem app í spjaldtölvunni þinni en kennarar tengja appið oft inn í Teams. Þegar slíkt er gert kemst þú beint í verkefnasíðu í appinu með því að smella á hana undir verkefni í Teams. Það er einmitt það sem við gerum hér. Verkfærið býður okkur upp á að skila verkefnum sem geta innihaldið myndir, texta, hljóðskrár og margt fleira, allt á einum stað.
Þú hefur fengið verkefni inn í Teams sem heitir: Tæknihringekja - OneNote verkfæri. Inn í verkefnalýsingunni finnur þú hlekk útlítandi eins og hnapp með OneNote merkinu. Þessi hlekkur beinir þér beint inn á verkefnasíðu þar sem þú vinnur verkefnið.
Í þessu verkefni er verið að æfa hvernig á að setja inn texta ritaðan í gegn um lyklaborð, texta sem ritaður er beint á skjáinn, að setja inn hljóðskrá og að setja inn myndir.
Hægt er að sjá verkefnalýsinguna hér til hliðar.
Til að setja inn texta þarf að smella á skjáinn og lyklaborðið birtist. Þú skrifar svo nafnið þitt til að sýna að þú hafir náð að fylgja þeim leiðbeiningum.
Til að handskrifa texta beint á skjáinn þarf að velja efst uppi "Draw" þar getur þú valið um lit á pennun, breidd og gerð. Einnig finnur þú strokleður til að þurrka út. Nú getur þú notað fingur eða þar til gerðan skjápenna ef þú átt slíkan til að skrifa nafnið þitt og sýna þannig fram á að þú hafir fylgt leiðbeiningum.
Til að setja inn hljóðskrá þarf að velja efst uppi "Insert" og þar audio. Ef þú lendir í því að audio hnappurinn sé ljósgrár þarftu að ýta á leiðbeiningarskjalið sem er inn í OneNote og þá muntu geta ýtt á audio. Um leið og þú velur þennan hnapp byrjar upptaka og þú getur talað. Hér átt þú að setja inn stutta kynningu af þér, hversu löng og ýtarleg er algerlega undir þér komið. Það sem skiptir máli er að þú prófir þennan möguleika svo þú sýnir að þú hafir farið eftir leiðbeiningum.
Til að setja inn mynd þarft þú fyrst að taka myndina í gegn um myndavél. Ef þú vinnur verkefni í framtíðinni þarftu að hafa í huga að myndir af netinu geta verið höfunarréttsvarðar og þá vandast málin. Mikilvægt er því að nota einungis myndir sem hafa CC leyfi og vitna í hvar þú fékkst myndina. Í þessu verkefni ertu þó beðinn um að setja inn sjálfu (e. selfie) af þér. Ef þú átt erfitt með að setja inn mynd af þér mátt þú líka taka mynd af hendinni þinni, veggnum eða fótnum sem dæmi til að setja inn. Það sem skiptir máli er að sýna að þú hefur farið eftir fyrirmælum og sett inn mynd. Þegar þú hefur tekið myndina ferð þú inn í "Insert" og velur þar "picture". Ef þú ert beðinn um leyfi frá OneNote til að fá aðgang að myndunum skaltu velja "Allow access to all photos" svo þú getir tengt myndir frá myndaalbúmi. Þú velur myndina sem þú vilt setja inn og velur svo fjólubláu örina neðst niðri í hæra horni. Þá birtist myndin inn í OneNote, þú getur stækkað hana og minnkað eftir því sem við á.
Gangi þér vel.
Hæfnin sem þú þjálfar í þessu verkefni er þessi:
Notar sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.