Þú hefur væntanlega notað QR kóða til að komast á þessa síðu. Vel gert!
En hvað eru QR kóðar? Ágæta skýringu má lesa á mbl.is í frétt frá árinu 2011.
"Segja má að QR-kóði („QR“ er stytting á „Quick Response“) sé afkomandi hefðbundinna strikamerkja. Munurinn liggur fyrst og fremst í því magni gagna sem kóðinn inniheldur. QR-kóðar eru upprunnir í Japan, en það var bifreiðaframleiðandinn Toyota sem hóf notkun þeirra til þess að fylgjast með varahlutaframleiðslu. Þeir hafa síðan breiðst út og er notkun þeirra nú orðin mjög almenn, hvort heldur er fyrir farsíma, leikjatölvur eða tölvur búnar myndavél. "
(Sótt á vefinn: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/09/morgunbladid_tengt_snjallsimum/)
Nú er verkefnið þitt að búa til QR kóða til að hjálpa kennurunum þínum að nálgast skemmtilega vefsíðu.
Finndu vefsíðu með efni sem þér finnst skemmtilegt (grein úr vefriti, mynd sem þér finnst flott, myndband af youtube eða annað sem þér dettur í hug).
Farðu inn í eitthvert af forritunum sem talin eru upp hér til hliðar og búðu til mynd af QR kóða.
Vistaðu myndina (eða taktu skjáskot af henni) og settu sem viðhengi í skilahólfið á Teams.
Skrifaðu stuttan texta (40-80 orð) þar sem þú útskýrir hvort og þá hvenær gott er að nota QR kóða. Taktu dæmi til að útskýra skoðunina þína.
Mundu að sýna kennara vinnuna þína og biðja hann um að merkja við í leiðsagnarhefti. Skilaðu svo verkefninu á Teams.
Síður til að búa til QR kóða:
Hæfnin sem þú þjálfar í þessu verkefni er þessi:
Getur nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu.
Notar sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.