Lokaverkefni 10. bekkjar

vorið 2019


Hjólað til styrktar Úganda

Fjórir nemendur vildu vinna verkefni og láta gott af sér leiða á sama tíma. Þeirra verkefni var að hjóla hringinn í kringum Þingvallavatn til styrktar Úganda. Þeir söfnuðu áheitum og náðu að safna alls 125000 kr. og rennur allur ágóðinn til styrktar sjúkrahjóli í Úganda. Hjól sem hefur bjargað mörgum mannslífum.

Hér til hliðar er myndband um verkefnið, glærurnar með kynningunni þeirra má skoða hér.

Snjalltækjafíkn

Nemendur gerðu heimasíðu um áhrif snjallatækja. Á heimasíðunni má finna viðtöl við fagfólk, upplifun nemenda á því að prófa að vera án snjalltækja, hugmyndalista um afþreyingu fyrir snjalltækjalausan tíma og ýmislegt fleira.

Síðuna má nálgast hér.

Skáldsaga

Ebrezya, Heimurinn að handan

Tvær ungar stúlkur hafa í dágóðan tíma verið að semja skáldsögu um líf á öðrum plánetum. Þær ákváðu að nota eina af sögunum sínum til að byrja framleiðslu á bók sem hægt væri að senda í prentun.

Hér má sjá og lesa bókina þeirra.

Nemendur þurfa að halda dagbók á meðan á ferlinu stendur. Hér má sjá dagbókina þeirra.

Fræðslubæklingur

Bæklingur fyrir börn sem eiga foreldra sem kljást við geðræn vandamál.

Nokkrir nemendur gerðu fræðslubækling til hjálpar börnum sem eiga foreldra með geðsjúkdóma. Nemendur byrjuðu á að athuga hvort að slíkt efni væri til hér á landi en samkvæmt upplýsingum sem þeim var gefið er lítið til af efni sem er í þokkabót komið til ára sinna.

Hér má nálgast glærurnar með kynningunni þeirra.

Af umhverfissjónarmiðum ákváðu nemendur að hafa bæklinginn rafrænann. Hér má nálgast bæklinginn.

Hér er dagbók nemenda um vinnuferlið.

Heimildaþættir um gerð söngleiks

Í vetur var í fyrsta sinn settur upp söngleikur sem valgrein á unglingastigi. Tveir nemendur sem tóku þátt í uppsetningunni gerðu heimildarþætti um allt ferlið frá upphafi til enda. Í samráði við nemendur í söngleikjavali var settur upp söngleikurinn Grease og heppnaðist uppfærslan einstaklega vel og uppselt á allar sýningar.

Hér til hliðar má nálgast þættina.

Þá má einnig finna dagbókina og glærunar með kynningunni hér.


Verslun án umbúða

Ungt fólk í dag er mjög meðvitað um umhverfismál og fjallaði þetta verkefni um hvernig við getum minnkað plastið í heiminum með því að hafa fleiri umbúðalausar verslanir á Íslandi.

Hér má nálgast glærurnar með kynningunni þeirra .

Hér er svo lokaverkefnið þeirra um umbúðalaust líf og hvernig við getum öll lagt hönd á plóg í að minnka mengun og hjálpast að við að bjarga heiminum.


Stóuspeki

Hvað er stóuspeki?

Nokkrir nemendur fengu þá hugmynd að tala um stóuspeki og vildu athugat hvort fornheimspeki eins og stóuspeki, sem gengur út á að læra á sjálft lífið, hugmyndafræði sem hjálpi fólki að öðlast hamingjusamt líf og verða besta útgáfan af sjálfum sér gæti virkað í daglegu lífi. Nemendur höfðu einnig áhuga á að rýna í stóuspekina því það eru litlar upplýsingar til um efnið á íslensku og þá langaði að fræða aðra. Á okkar tímum er mjög mikið áreiti úr öllum áttum og gæti stóuspeki hjálpað til við að sjá frekar í gegnum áreitið en að sópast burt með því.

Hér eru glærurnar með kynningunni þeirra.

Þeir stofnuðu einnig Youtube rás sen ber heitið Íslensk heimspeki. Þar er hægt að fræðast meira um viðfangsefnið og hlusta á viðtal sem þeir tóku.

Einnig tóku þeir viðtöl í gegnum netið og tóku saman helstu niðurstöður og má nálgast þau hér.


Pólska í stað dönsku

Nemandi með pólsku sem móðurmál lagði til að gerð yrði breyting á Aðalnámskrá. Hann taldi að nemendur ættu að fá að velja á milli dönsku og pólsku. Í fyrsta lagi séu Pólverjar stór hluti af íslensku samfélagi og mörg tækifæri séu til staðar fyrir frekari viðskipti og samskipti á milli Íslands og Póllands.

Nemandinn sendi bréf á menntamálaráðherra og á menntasvið Kópavogsbæjar.

Hér er kynningin hans og dagbók.

Fatahönnun

Nemendur stofnuðu sína eigin fatalínu. Þá langaði til að fara í gegnum ferlið að finna gott nafn, búa til logo, setja upp síðu og reyna að koma hönnun sinni á framfæri. Þeim var einnig umhugað að vera umhverfisvænir og vildu því nýta notaðar flíkur til að búa til nýja flík.

Hér er síðan þeirra.

Einnig gerðu þeir instagram síðu.

Vefsíða um myndlist

Verkefnið er sett upp í formi vefsíðu og er markhópurinn byrjendur í myndlist sem eru kannski að taka sín fyrstu skref í myndlistarheiminum og vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Einnig gæti vefsíðan gagnast kennurum við myndlistarkennslu.

Hér eru glærurnar með kynningunni þeirra og vinnuskjal sem var unnið með síðunni.

Vefsíðuna þeirra má nálgast með þessum QR-kóða.

Rafmagnsbíll

Nemendur lögðu af stað í þá vegferð að búa til rafmagnsbifreið. Nemendur sóttu sér efni í Sorpu og Góða hirðirin og með góðri leiðsögn frá smíðakennaranum settu þeir að lokum saman bíl.

Hér til hliðar er myndbandið sem sýnir ferlið í heild sinni.

Forrita tölvuleik

Nokkrir nemendur ákváðu að prófa að forrita flash leik. Það sameinaði áhugamál nemenda og einnig var það eitthvað sem ekki hafði verið gert áður sem lokaverkefni. Margt í þessu ferli kom nemendunum á óvart.

Hér má nálgast leikinn.

Hér eru glærurnar með kynningunni þeirra og dagbók.


Fótboltaspil

Nemendur með mikinn áhuga á fótbolta gerðu fótbolaspil og gáfu skólanum eintak af því.

Glærurnar með kynningunni um fótboltaspilið er hér.

Til að vera umhverfisvænir og spara pappír fóru nemendur þá leið að hafa spurningarnar rafrænar en til að geta spila þarf að nota Keynotes. Spilinu var ekki skilað inn sem efni til dreifingar enda sáu nemendur tækifæri á að nýta þessa hugmynd sem viðskipta tækifæri.

Bakteríur og vírusar

Nemendur gerðu rannsókn á bakteríum í nærumhverfi skólans og ræktuðu. Nemendur tóku ýmisleg sýni t.d. af spjaldtölvu, lyklaborði, klósettsetum og hurðarhún. Nemendur héldu svo kynningu um bakteríur, tilgang þeirra og áhrif, ásamt því að sýna ræktun á bakteríunum og niðurstöðum sínum.

Hér eru glærurnar með kynningunni þeirra og vinnuskjöl.

Nám í Japan

Nemendur gerðu heimasíðu um nám í Japan. Hvað þarf að hafa í huga? Hvaða styrki er hægt að sækja um? Og fleiri mikilvæg atriði sem vert er að huga að ef þú hyggst fara í nám í Japan. Nemendur tóku einnig viðtöl við Íslendinga sem fóru í nám til Japans sem má nálgast á vefsíðunni þeirra.

Heimasíðan þeirra er hér.

Snapparar

Tveir nemendur völdu að fjalla stuttlega um snapchat og markaðsetningu á þeim miðli. Flest ungmenni þekkja snapchat og nota þann samskiptamiðil mikið til að tala við vini sína. Þeim langaði til að vita hvort það væri hægt að lifa á þessu, þ.e.a.s. að vera atvinnu snappari. Það kom þó fljótt í ljós að auglýsingar spila stóran hluta í því.

Nemendur skiluðu ekki gögnum til dreifingar.


Líf og starf fugfreyja

Nokkrir nemendur tóku viðtöl við flugfreyjur og flugþjóna og kynntu sér starf þeirra. Nemendurnir vildu fræðast um hvernig líf þau eiga í og utan vinnunnar. Nemendur gerðu bækling um helstu niðurstöður sínar.

Nemendur skiluðu ekki gögnum til dreifingar.

Líkamsrækt

Nemendur gerðu heimasíðu sem er ætluð ungu fólki og byrjendum í líkamsrækt og kraftlyftingum. Á síðunni er fjallað almennt um líkamsrækt, kraftlyfingar og heilsu auk þess sem talað er um áhrif fæðubótaefna og stera.

Hér má nálgast síðuna þeirra.

Tónlistarmyndband

Lag um velferð dýra

Nemendur gerðu tónlistarmynband um umhirðu dýra, mikilvægi þess að eigendur séu meðvitaðir um alla þá þætti sem fylgja því að eiga gæludýr. Þeir vildu koma framfæri að gætt sé að velferð dýrsins.

Myndbandinu var ekki skilað til dreifingar.

Hér má skoða áætlun þeirra fyrir hvern dag.


Þróun hipphopps

Nemandi hélt kynningu um þróun á hipphoppi. Fjallaði um sögu þess, helstu listamenn ásamt því að gera stutta könnun um hver er vinsælasti rapparinn í dag.

Nemandinn skilaði ekki gögnum til dreifingar.