Um verkefnið

Vorið 2019 var í fjórða sinn sem nemendur 10. bekkjar fá heila skólaviku til að vinna að lokaverkefni sem er að lokum kynnt fyrir samnemendum, foreldrum og kennurum. Verkefnið er þróunarverkefni og hefur því smám saman tekið breytingum frá upphaflegu hugmyndinni.

Í vor var lögð áhersla á að verkefnið væri viðbót við það efni sem má með auðveldum hætti finna á Internetinu. Afurðin átti að byggja á einhverri reynslu eða þjóna tilgangi fyrir samfélagið. Nemendur máttu því ekki taka efni beint af Internetinu og endursegja í kynningu. Ef það er orðað eins og kennarinn útskýrði fyrir nemendum: "Ekki segja mér eitthvað sem ég get bara gúgglað sjálf, segðu mér eitthvað nýtt sem ég get ekki gúgglað".

Verkefnin í ár bauð því upp á meiri sköpun en oft áður. Afurðin var nýlunda í sjálfu sér og þjónaði tilgangi fyrir samfélagið. Verkefnin bættu við fróðleiksbankann Google.

Hugmyndina að þessar breyttu áherslu kviknaði hjá kennara á námskeiðinu UTÍS s.l. haust þar sem hann sat fyrirlestur frá Kevin Brookhouser sem samdi bókin The 20 time project sem byggir á hugmynd frá Google. Þar sem starfsmenn eyða a.m.k. 20% af sínum vinnutíma í að vinna verkefni út frá áhuga þeirra. Þessi leið Goggle hefur t.d. fært þeim Gmail, Google Maps og Twitter svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það hér.

Í verkefnum sem þessum skiptir höfuð máli að fá hugmynd. Engin hugmynd er svo vitlaust að ekki mega ígrunda hana. Í kjölfarið þarf að finna réttu hugmyndina, fylgja henni eftir, framkvæma og klára. Það má gera mistök, það sem skiptir höfuðmáli er lærdómsferlið. Hvað gekk vel? Hvað hefði mátt gera öðruvísi? Hvaða lærdóm má draga af þessu?

Hér má skoða öll þau gögn og fyrirmæli sem nemendur fengu.

Umsókn nemenda

Upphitun og hugmyndavinna

Námsmatið

Dagbók

Framkvæmdin

Góð ráð til leiðbeinenda og nemenda