Framkvæmdin

Að hausti var nemendum og foreldrum kynnt verkefnið og fer námsmat á þessu verkefni inn á einkunnablað nemenda að vori.

Verkefnið er hópaverkefni, nemendur raða sér sjálf í hópa þvert á árganginn. Hver hópur fær 2-3 kennara sem leiðbeinendur til að tryggja að kennari sé ávallt til staðar fyrir hópinn. Hópastærð er 2-4 nemendur, tillögur að stærri hópum þurfa sérstakt samþykki.

Nemendur þurfa að fá hugmynd sína samþykkta af umsjónarmönnum verkefnisins, nemendur geta því eytt heilum vetri í að undurbúa verkefnið ef þeir vilja. Lögð er áhersla á að nemendur haldi dagbók og skrái hjá sér ferlið jafnóðum svo auðvelt sé að draga saman lærdómsferlið sem er til frásagnar í kynningunni að vori.

Tímalengdin á kynningunum er að lágmarki 5 mín, en fyrir stóra hópa er áætluð a.m.k. 1,5 - 2 mín. per einstakling. Hópur með 4 nemendum má því vera með kynningu í 8. mín. Í hverri kynningu má myndbandsefni ekki taka nema 2-3 mín.

Tekin er frá heil vika og sérstaklega merkt inn á skóladagatal skólans og ættu því allir bæði nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans að geta gert skipulag og ráðstafanir út frá því tímanlega. Í þeirri viku fellur niður almenn stundatafla og nemendur eyða 6 klst. á dag í verkefnin sín. Í lokaverkefnaviku mæta hóparnir í skólann og skrá sig inn í upphafi dags og lok hans. Þess á milli eru nemendur frjálsir ferða sinna. Bókasafnið, tölvuver og annað húsnæði skólans stendur nemendum til boða ef þeir vilja en mörg hver þurfa að fara út úr húsi til að geta framkvæmt vinnuna sína.

Sett er upp tafla þar sem hóparnir sjá hvenær þeirra leiðbeinendur eru lausir til viðtals, það er á ábyrgð nemenda að panta tíma með leiðbeinendum og nemendum gert ljóst í upphafi að mikilvægt sé að vera í sambandi á hverjum degi við sína leiðbeinendur.

Leiðbeinendur stofna Google Classroom aðgang fyrir sinn hóp, þar er tekið við dagbókar færslum og öðrum gögnum. Á síðasta degi fyrir kynningu halda hóparnir general prufu á kynningunni sinni fyrir leiðbeinendur.

Í ár var hópunum skipt niður á 4 kennslustofur, áhorfendur voru nemendur í 9. bekk, foreldrar og kennarar. Í hverri stofur voru 4 - 5 hópar. Þegar allir hópar höfðu lokið við að kynna var gerð stutt hlé og boðið upp á veitingar. Eftir hlé komu nýjir áhorfendur inn í stofurnar og feng því hóparnir tækifæri til að kynna verkefnið sitt tvisvar.