Vinnuaðferðir:
Prjóna, prjónavefstóll, hekla: Nemendur læra að fitja upp, prjóna, sauma saman og ganga frá endum. Þeir læra ýmist að prjóna með sokkaprjónum í hring eða á hringprjóna, eða jafnvel bara á tvo prjóna garðaprjón, slétt og brugðið prjón. Einnig er í boði að nota prjónavefstól eða að læra grunn í hekli ( þá er áhersla á rússneskt hekl, en annaðrar hekluaðferðir eru líka í boði).
Vélsaumur: Nemendur læra ýmsar saumaaðferðir og aðrað vinnuaðferðir til að nota í viðgerðar á textíl. Meðfram vélsaumnum læra þau einnig að taka einföld mál og ef til vill að velja snið, leggja snið á efni og merkja fyrir saumförum. Kennd er þræðing á saumavél, bæði undir- og yfirþræðing. Nemendur sauma beinan saum, sikksakka í brún, og sauma tæpt í brún.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílmennt er kennd 1x í viku, í 80 mín, í 1/3 vetrarins.
Verkefnin eru:
Prjóna, prjónavefstóll, hekla: Nemendur eru hvattir til að prjóna með mismunandi prjónaaðferðum, einnig er velkomið að velja hekl í stað prjóns. Prjónaverkefni er t.d. húfa, vettlingar, handstúkur eða önnur prjónastykki. Hekluverkefnið er t.d. þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki.
Græni fataskápurinn: Meðfram vélsaumnum er fræðsluefni um hinn mengandi textíliðnað og þá jafnframt er skoðuð græna hugsun tengd fötum. Nemendur eru hvattir til að gera við sín eigin föt eða fjölskyldu sinnar, endurnýta gamlan textíl og gefa honum nýtt og lengra líf t.d. sem breyttan klæðnað eða nýjan fylgihlut/nytjahlut. Einnig er í boðið að velja einfaldan fatasaum, en áherslan er á viðgerðir og endurnýtingu.
3. Valverkefni: Þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )