Vinnuaðferðir :
Vefnaður: Nemandi lærir grunnhandtök og hugtök í vefnaði.
Aðalvinnuaðferðin í 3.bekk er sem sagt vefnaður, en aðrar vinnuaðferðir mun kennari velja með nemanda eins og til að mynda í valverkefnum.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl. Textílnmennt er kennd 1x í viku, í 80 mín, í eina önn.
Verkefnin eru:
Einna helst er lögð áhersla á vefnað og hvernig efni er saumað saman í höndunum. Unnin eru alskonar lítil einstaklings vefnaðarverkefni ( ef til vill taska, armband, hálsmen) og einnig samvinnu vefstykki (púði, motta eða veggteppi). Verkefnin eru unnin úr ýmsu hráefni og upprunni þeirra velt fyrir sér. Aðferðir við að búa til klæði/efni eru skoðuð. Spurningar eins og “Hvernig eru efni gerð?”, “Hvaða aðferð er notuð til að búa til gallabuxnaefnið eða jogginggallaefnið, og eru þau eins?”.
Síðan skreytum við textíl þ.e.a.s. látum bókina “Sagan af húfunni fínu” veita okkur innblástur, og skreytum húfu eftir eigin höfði/hugmynd . Við þetta æfum við grunnverklag eins og að þræða bandið á nál og það að sauma spor, þræða perlur og binda hnút.
Valverkefni: þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Vefstólarnir
Samvinnuverkefni allra í 3.bekk
Veggteppi til að halla sér að og hafa það notalegt
...nokkrir prófuðu líka að vefa saman í stóra vefstólnum!
Myndvefnaður
Perluvefnaður
Valverkefni:
Dúska fígúrugerð