Vinnuaðferðir:
Þæfing: nemandi lærir blautþæfingu (einnig er til "þurrþæfing/nálarþæfing" en þau læra hana þegar þau eru eldri).
Þráðurinn þræddur, skreyting og snúran: nemandi lærir að vinda snúru, þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Klæði og efni: fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna, og hvaðan efnið í þau kemur.
Kennsluaðferðir ofl.
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl. Textílmennt er kennd í 80 mín, 1x mánuði allan veturinn.
Verkefnin eru:
Fyrstu verkefnin þeirra eru úr ullarkembu og er hún aðalhráefni vetrarins. Nemandi vinnur með flatan flöt úr ullarkembu,er gerður kúla eða sporöskjulagaður hlutur (þ.e. þrívíðan hlut) úr ullarkembu (sem getur orðið hnöttur, bolti, tannabox, egg, mús o.s.frv.), og síðast er búin til einfaldur spotti úr ullarkembu. ( sem getur orðið armband, hálsmen, ormur). Ullarþæfingarverkefnin eru skreytt með þeirra útsaum og nemandi lærir að þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Bandið/ garnið: Þau vinna grunnaðferðir eins og búa til snúruband (armband eða leikspotta) og kljást við bandið um leið á ýmsan hátt t.d. læra „fuglafit“, elsta leik mannsins.
Síðan förum við í verkefni sem er æfing með skærin og hvaðan efnin í fötin okkar koma. Velt fyrir sér „Hvaða efni fötin okkar eru búin til úr?”, “Hvaða fötum er best að klæðast þegar það er kalt, heit eða blautt?”, “Hvað er hráefni?”, (ull, bómull, gerviefni) “Hvaðan fáum við þessi efni og úr hverju eru þau gerð?” og myndverkefni í tengslum við þessar spurningar eru unnin.
Að lokum ef tími gefst eru unnin ýmis lítil aukaverkefni.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Snúrubönd
...voru búin til í fyrsta tímanum í textíl...
...allir prófuðu að snúa upp á tvo mislita garnspotta og búa þannig til eitt tvíbanda snúruband.
Breyttum aðeins vísunni ...í snúruband úr húfubandi !
...þar sem verið var að æfa að búa til snúruband með þyrilsnældu eða prjón
Að þæfa flatan flöt úr kembu
...sessu/pyngju sem lokuð er með snúrubandinu.
Úsaumaðir þæfðir boltar, tannálfabox, kisuleikföng, hundaleikföng og hálsmen