Vinnuaðferðir:
Vélsaumur: Nemendur æfa beinan saum og sikksakk, einnig er þræðing á saumavél kynnt.
Aðalvinnuaðferðin í 5.bekk er sem sagt vélsaumur en aðrar vinnuaðferðir mun kennari velja með nemanda eins og til að mynda í valverkefnum.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílnmennt er kennd 1x í viku, í 80 mín, í eina önn.
Verkefnin eru:
Fjölnota nestis- og/eða burðarpoki: Í vélsaum gera þau fjölnotapoka eða burðarpoka. Verkefnið er okkar þátttaka í að sporna gegn notkun á einnota plasti sem mengar náttúruna.Jafnhliða þess að nota náttúruleg og vistvæn efni (bómul og bývax) í verkefnið, veltum við fyrir okkur gerviefnum og plasti, og reynum að finna gæði þess og góða notkunn á því. Reynum að endurnýta plast á einfaldan hátt og búa til skemmtilega og nytsamlega hlut, svo plastið fái betra og lengra líf.
a. Plastrannsókn: Með plastendurvinnslunverkefni geta komið inn fleiri vinnuaðferðir en vélsaumur, og þær vinnuaðferir eru háðar rannsókn og hugmyndaauðgi nemanda (og sem einnig finnast í samvinnu við aðra nemendur og kennara) og þá er sú vinna metin sem aukarannsókn á plasti og þá sem valverkefni).
Væntumþykju-verkefnið: Síðan er það saumaverkefni sem tengjast væntumþykju á sér og öðrum þ.e. þá reyna þau að sauma textílhluti sem hlúir að heilsu og líðan þeirra og/eða annara t.d. hitapúða, hrísgrjónapúða, ilmpúða, feðrapúða, svefngrímu og augnlokapúða. Einnig getur væntumþykjan birst sem lítil óvænt gjöf sem veitir gleði fólki sem þau þekkja eða ekki ...getur verið gjöf sem skilin er eftir einhverstaðar í almenningsrými til að gleðja einhvern í samfélaginu okkar.
Valverkefni: Þegar tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Vélsaumur
Fjölnota nestispoki og væntumþykjuverkefnið
Valverkefni
...þurrþæfing og fleiri vinnuaðferðir!