Hvernig má nota Kahoot?
Útbúa skemmtilegar spurningakeppnir fyrir nemendur út frá námsefni
Búa til heimavinnu fyrir nemendur í formi spurninga
Nýta sem námsmat
Kostir
Sparar mikinn tíma
Einfalt
Notendavænt
Hægt að nota utanaðkomandi skjöl
Gallar
Krefst áskriftar
Íslenskan takmörkuð
Spurningar skrítnar ef unnið er með skipunum
Krefst þess að nota annan hugbúnað til að ná sem bestu niðurstöðum
Dæmi um notkun
Hér er búið til nýtt Kahoot þar sem gefin eru fyrirmæli um efni. Hægt er að velja íslensku sem tungumál og þá sömuleiðis að stýra fjölda spurninga. Til verða þá 20 spurningar í þessu tilfelli en þær eru ekki nægilega miðaðar að námsefninu sem unnið var með. Margar þeirra eru illa þýddar og eiga ekki erindi í þetta efni.
Dæmi um notkun
Hér er aftur verið að búa til Kahoot nema það er unnið út frá PDF skjali. Búinn var til spurningarammi með ChatGPT þar sem nánar var hægt að slípa til um hvað ætti að spyrja. PDF skjalinu er þá hlaðið inn í Kahoot og til verður þetta fína námsefni. Kahoot gervigreindin sér þá um að velja viðeigandi myndir. Þetta reyndist mjög vel og í ruan umtalsvert betur en það sem er hér að ofan.