Hvernig má nota Diffit
Aðlaga námsefni
Útbúa nýtt námsefni
Vinna skemmtileg verkefni út frá myndböndum
Markviss orðaforðavinna
Kostir
Tekur vel saman meginatriði
Vel skipulögð afurð
Vinnur með Google umhverfi
Tekur við ólíkum sniðum af efni (t.d. myndböndum, bókum og skjölum)
Talar íslensku upp að vissu marki
Gallar
Vinnur betur með enskan texta
Býður ekki upp á að gera stærðfræðidæmi
Þarf að fara vel yfir textann
Dæmi um notkun
Hér er sett inn skipun að útbúa námsefni fyrir nemendur í 10. bekk á íslensku þar sem viðfangsefnið er rúmmál þrívíðra forma. Upp kemur lesefni um rúmmál, samantekt, lykilhugtök, fjölvalsspurningar, stuttar spurningar og að lokum spurningar með dýpri hugsun. Þá er boðið upp á ýmsa möguleika til að vinna nánar með efnið eins og að flytja yfir í Google forms eða útbúa glærur sem byggja á Frayer módelinu um orðaforða.
Dæmi um notkun
Hér má sjá hvernig hægt er að hlaða upp ólíku efni til þess að vinna út frá. Eins og sýnt er hér að ofan má skrifa inn skipun beint en einnig er hægt að velja bók úr gagnabanka Diffit, setja inn hlekk á grein eða myndband, hlaða upp PDF skjali eða einfaldlega vinna út frá orðaforðalista. Hér að neðan má sjá sett inn skipun um að taka saman fyrstu sex kafla í ákveðinni bók og þá einnig er samantekt á myndabandi um öndunarfæri.