Hvernig má nota Brisk?
Gefa endurgjöf á verkefni í Google classroom.
Búa til krossapróf úr glærum.
Einfalda texta.
Búa til kynningu beint í Google slides út frá ákveðnu efni.
Búa til orðadæmi í stærðfræði.
Útbúa kennsluáætlun
Kostir
Tímasparnaður fyrir kennara
Aðlagar námsefni á einfaldan hátt
Dregur saman helstu atriði texta
Skipuleggur kennslustundir ítarlega
Tengist beint við Google umhverfið
Notendavænt
Aðgengileg þar sem um viðbót í vafra er að ræða
Gefur einfalda endurgjöf beint í Classroom umhverfi
Ókeypis útgáfa býður upp á mikið
Gallar
Takmörkuð íslenska
Þarfnast Chrome vafrans
Misskilur hvað er mikilvægt og hvað ekki í textum
Þarf stundum að fara krókaleiðir til að ná fram markmiðum
Kostar að hafa ótakmarkaðan aðgang að forritinu
Dæmi um notkun
Hér er tekin grein fyrir af Vísindavefnum um mosa. Brisk viðbótin birtist niðri í hægra horni og er smellt á merkið til þess að hefjast handa. Þar mætir notandanum fjölmargir valkostir en í þessu tilfelli var valið "Quiz" þá er tekið fram í fyrirmælum til gervigreindarinnar að hafa spurningarnar á íslensku þó svo að tungumálið sem valið er sé enska. Þá er hægt að velja fjölda spurninga og fyrir hvaða bekk spurningarnar eru. Að lokum opnast nýr flipi með tilbúnu Google forms með þeim spurningum sem gervigreindin hefur tekið saman. Gott er að gera sem flestar spurningar svo hægt sé að velja úr þeim, sumar spurningar eru ómerkilegar og óþarfi að hafa inni. Stundum kemur einungis hluti spurninga á íslensku og þarf þá að gera aftur og mögulega skerpa á fyrirmælum um að spurningar og svör skulu öll vera á íslensku.
Dæmi um notkun
Hér er Brisk notað til þess að fara yfir verkefni hjá nemanda sem skilað hefur verið inn í Google classroom. Brisk forritið les glærurnar frá nemandanum og fer yfir þá þætti sem kennari biður um að lögð sé áhersla á. Brisk skilar þá góðri umsögn um verkefnið sem kennari getur þá nýtt sem endurgjöf til nemandans. Endurgjöfina sem Brisk gaf má lesa hér að neðan.
Staðsetning líffæra:
• Þið lýsið vel staðsetningu lifrar
• Mætti vera nákvæmari staðsetning á nýrum og vélinda í líkamanum
• Gott væri að útskýra hvernig líffærin tengjast innbyrðis
Stærð og þyngd:
• Mjög nákvæmar upplýsingar um stærð og þyngd nýrna - vel gert!
• Þið gefið góðar upplýsingar um stærð lifrar
• Fyrir vélinda mætti bæta við þvermáli þess til að gefa betri mynd af stærð
Hlutverk líffæra:
• Frábær útlistun á hlutverkum nýrna með skýrum punktum
• Góð umfjöllun um hlutverk lifrar við meltingu
• Mætti bæta við fleiri hlutverkum vélinda, t.d. hvernig það færir mat með vöðvasamdrætti
Sjúkdómar:
• Góð umfjöllun um nýrnabilun og afleiðingar hennar
• Flott útskýring á lifrarbólgu og lifrarkrabbameini
• Þið nefnið marga sjúkdóma í vélinda - mætti útskýra þá aðeins nánar
Framsetning:
• Skipulögð uppsetning með góðri notkun punkta
• Mætti bæta við fleiri myndum til útskýringar
• Tillaga: Bætið við samanburði milli líffæranna þriggja
Heildarmat:
Þetta er mjög vel unnið verkefni þar sem þið sýnið góðan skilning á efninu. Þið hafið tekið fyrir öll helstu atriði sem beðið var um og sett þau fram á skipulegan hátt. Með því að bæta við nákvæmari staðsetningum líffæranna, fleiri myndum og dýpri útskýringum á sjúkdómum gæti verkefnið orðið enn betra. Góð vinna hjá ykkur öllum!