TÖHÖ2LH05 | Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að þróa sína eigin leikjahugmynd. Kennt er á grunninn í völdu myndvinnsluforriti (GIMP eða Photoshop) og hvernig það kemur að gagni við gerð tölvuleikja. Einnig er kennt á leikjavél (Clickteam Fusion 2.5) sem nemendur nota til að búa til einfalda tölvuleiki og prótótýpur. Farið er yfir valin atriði sem tengjast tölvuleikjagerð og leikjahönnun. Meira >>
TÖLE2SE05 | Tölvuleikir eru skoðaðir í víðu samhengi. Farið er yfir sögu tölvuleikja allt frá upphafi til dagsins í dag þar sem PONG, Pac-Man, Tetris, Mario Bros, EVE Online, The Sims, Minecraft, Fortnite og fleiri leikir eru kynntir til sögunnar og valdir leikir spilaðir. Auk þess er fjallað um leikjaiðnaðinn, menningarlegt gildi tölvuleikja, áhrif tölvuleikja og tölvuleikjafræði. Möguleikar sýndarveruleika, gagnaukins veruleika og gervigreindar eru til umræðu. Meira >>
RAFÍ2FA03 og RAFÍ2SM03 | Nemendur spila rafíþróttaleiki yfir önnina og æfa sig í völdum leikjum sem einstaklingar og sem liðsheild. Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur. Fjallað er almennt um rafíþróttir og leiki sem eru vinsælir í íþróttagreininni. Leikir eru spilaðir í tíma og nemendur vinna nokkur verkefni yfir önnina. Athugið að leikjaval getur breyst á milli anna. Meira >>
TÖLL2YS05 | Í áfanganum spila nemendur tölvuleiki sér til ánægju og yndisauka. Nokkur þemu eru tekin fyrir yfir önnina sem eiga að kynna nemendum fyrir fjölbreyttri flóru tölvuleikja. Meðal annars eru tölvuleikir spilaðir sem sýna hvernig tölvuleikir eru notaðir sem frásagnarform, sem listform, sem afþreying, sem keppnisgrein og sem gagnvirkur miðill. Meira >>
TÖHÖ2ÚT05 | Markmið áfangans er að gera nemendum tækifæri á að skapa, þróa og útfæra leikjahugmynd sem spilanlegan leik eða borðspil. Í áfanganum vinna nemendur saman í hópum; útbúa tímaáætlun, nota netið til að afla sér upplýsinga, sjá um skipulag og vinna saman að því að smíða tölvuleik eða að hanna borðspil. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af teymi undir leiðsögn kennara. Í lok annar kynna nemendur afraksturinn og vinna í kjölfarið að markaðssetningu afurðar. Meira >>
TÖLE3LG05 | Í áfangum læra nemendur að búa til tölvuleiki í þrívídd. Notast er við Unity 3D leikjavélina (e. game engine) sem hefur verið notuð til að búa til tölvuleiki á borð við Cuphead, Ori and the Blind Forest og Hearthstone. Um er að ræða grunnáfanga í Unity 3D og því ekki er gerð krafa um kunnáttu á forritinu fyrirfram. Meira >>