Á FRÍS er keppt í þrem leikjum; Rocket League, Fortnite og Counter-Strike 2. Tæknilega séð eru því þrjú lið innan FÁ, eitt lið fyrir hvern leik. Þegar skólar komast áfram í 8-liða úrslit FRÍS er keppt í öllum þrem leikjunum og sá skóli sem vinnur flesta leiki sigrar einvígið. Því er nóg að sigra tvo leiki af þremur til þess að tryggja sér sigur. Í hverju leikjaliði er fyrirliði og hér fyrir neðan er hægt að kynnast þeim aðeins betur.
Stefán Máni er fyrirliði Rocket League liðsins í ár, með honum í liði eru Karvel og Elvar og varamenn eru Aron og Elínheiður. Hér að néðan kemur viðtal við fyrirliðan.
Fullt nafn : Stefán Máni Unnarsson
GamerTag : steb
Námsbraut : Stúdentsbraut
Uppáhalds tölvuleikir: Rocket League, Minecraft, Terraria of RDR2
Af hverju fórst þú í FRÍS? Var einhver sérstök ástæða? : Af því að mér finnst gaman að keppa í tölvuleikjum
Hvað gerir góðan rafíþróttaspilara? : Spila nógu mikið en ekki of, reyna að vera ekki pirraður úti allt og focusa á sjálfan sig
Hvaða fleiri leiki viltu sjá í FRÍS? Og af hverju?: Mér finnst úrvalið flott nuna, held að þessir 3 leikir henta best
Ísar Hólm er fyrliði Fortnite liðsins í ár, með honum í liði eru Aron Örn, Sigmar og varamenn eru Jens og Milena. Hér að neðan kemur viðtal við fyrirliðan.
Fullt nafn: Ísar Hólm Gunnarsson
GamerTag : FJÖLNIR ₜₒₙₖₐツ
Uppálds tölvuleikir : Fortnite og Rocket League
Af hverju fórst þú í FRÍS? Var einhver sérstök ástæða? : Ég for i FRÍS utaf fortnite
Hvað gerir góðan rafíþróttasðilara? Ekki spila of mikið, maður gæti orðið Salty (pirraður)
Hvaða fleiri leiki viltu sjá í FRÍS? Og af hverju? : Marvel Rivals og Overwatch
Birnir Orri er fyrirliði Counter Strike liðsins í ár, með honum í liði eru Ihor, Aline, Thanh ,Quan og varamenn eru Logi og Sölvi. Hér að neðan kemur viðtal við fyrirliðan.
Fullt nafn: Birnir Orri Birnisson
GamerTag: BJÖRNINN
Námsbraut: Almenn námsbraut
Uppáhalds tölvuleikir: CS2, Rocket League og Fortnite
Af hverju fórst þú í FRÍS? Var einhver sérstök ástæða? Ég hef tekið þátt í frís í nokkur ár og langaði að halda áfram og verða betri
Hvað gerir góðan rafíþróttaspilara? Vera duglegur að æfa sig, borða holt og hreyfa sig
Hvaða fleiri leiki viltu sjá í FRÍS? Og af hverju? Ég myndi vilja sjá PUBG, hingað til eru margir CSGO spilarar að færa sig yfir til PUBG og það væri gaman að prófa þetta sem lið.