Rocket League er mjög skemmtilegur leikur sem allir geta spilað. Leikurinn er í rauninni fótboltaleikur en í stað hefðbundna leikmanna eru bílar notaðir. Þú getur spilað á móti tölvunni eða alvöru spilunum um allan heim. Ef þú ert byrjandi í leiknum getur þú valið að spila á móti tölvunni og valið þá auðveldar stillingar. Leikurinn er skemmtileg afþreying og þarf maður ekki endilega hafa áhuga á bílum eða fótbolta til að njóta leiksins svo við mælum með að prufa þennan leik því hann hentar öllum.
Leikreglurnar eru einfaldar, þetta er í raun fótboltaleikur en í staðinn fyrir hefðbundna leikmenn eru bílar sem eru að spila. Það eru tvö lið og gengur það út á að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Þú skorar með því að klessa á boltann og miða á markið. Þú stjórnar bílunum og þú getur hoppað og jafnvel flogið með því að nota svokallaðan „boost“ takka. Á vellinum er gott að keyra í gegnum boost“ tunnur sem gerir þér kleift á að keyra hratt eða jafnvel flogið. Hver leikur er fimm mínútur og ef staðan er jöfn eftir þann tíma er farið í framlengingu og sá sem skorar fyrsta markið vinnur.
Hér er mjög einfalt og þægilegt myndband sem útskýrir hvernig leikurinn virkar og seinna meir í myndbandinu hvernig þú getur bætt þig þegar þú ert lengra kominn/n!