Fortnite Battle Royale byrjar með 100 leikmenn, og aðal markmiðið er að vera síðastur á lífi. Annað markmið leiksins er að skjóta og drepa aðra leikmenn með vopnum sem eru fundin víða um staðinn. Allir leikmenn byrja með 100% líf og hægt er að finna aukalíf sem hækkar lífið. Byssur eru með takmörkuð skot, til þess að finna fleiri skot er hægt að drepa aðra leikmenn eða finna víðsvegar á vígvellinum.
Það eru fjórar megin gerðir af Battle Royal: Solo, Duos, Trios og Squads. Í solo spilar maður einn, í duos eru það tveir leikmenn í hverju lið, þrír í trios og að lokum fjórir í squads. Á FRÍS keppa þrír saman í liði á móti öðru þriggja manna liði.
Útskýringarmyndband um Battle Royale