CS2 er fyrstu persónu skotleikur sem býður upp á þrjár leikstillingar: Wingman, Competitive og Premier. Í FRÍS er keppt í Competetive þar semfimm leikmenn eru í sitt hvoru liðinu. Á leikvellinum eru tvö sprengjusvæði, A og B, þar sem eitt liðið reynir að planta sprengju og hitt reynir að koma í veg fyrir að það gerist. Bæði liðin fá að spila báðar hliðar. Það lið sem er fyrst að vinna 13 lotur sigrar, þó er hægt að ná jafntefli ef bæði liðin enda með sitthvorar 12 lotur.
ÚTSKÝRINGAR MYNDBAND
Hér er stutt myndband sem útskýrir leikreglurnar í Counter-Strike: Global Offensive, sem er eldri útgáfa af leiknum en er enn viðeigandi.