Rökrásir

AND, OR og XNOR

1. Búið til flæðirit sem lýsir eftirfarandi rökrásahliðum:

  • AND

  • OR

  • XNOR

2. Forritið þetta síðan í Arduino.

Notið ljósdíóðu til að birta niðurstöðuna (útganginn) og rofa fyrir inngangana A og B.

Rásamyndin

Flæðirit fyrir AND virkni

Frágangur

Skilið einu PDF skjali með forsíðu og efnisyfirliti, þar sem að lágmarki eftirfarandi atriði koma fram:

  • Rásamynd af verkefninu (hardware). Hafið stærðir á íhlutum og pinnanúmer sem þið notið á Arduino.

  • Öll flæðiritin (AND, OR og XNOR).

  • Sannleikstöflur rásana.

  • Allir Arduino kóðarnir.

Arduino - Flæðirit