Forritun

Blásarastýring

Við eigum að búa til stýringu fyrir hitablásara í bílskúr. Það er stór hurð á skúrnum sem þarf stundum að standa opin í lengri tíma.

Eigandinn er með hugmynd um að láta hitablásara, sem er staðsettur innan við hurðina, fara í gang stuttu eftir að hurðin er opnuð og vera í gangi á meðan hún er opin. Þegar hurðinni er lokað á að líða smá tími áður en blásarinn stoppar.

Við notum einn rofa sem gefur 1 (high) þegar hurðin er opin og ljósdíóðu í staðinn fyrir mótorinn (blásarann).

Athugið að þetta er ekki hurðaopnarinn sjálfur heldur eigum við bara að stýra blásaranum.

1. Stöðurit

Teiknið stöðurit sem lýsir virkninni.

2. Forrit

Forritið lausnina fyrir Arduino og notið undirforrit eins og við á.

Arduino prufurásin

Stýringin er bara fyrir blásarann

Hurðarofi fer á þegar hurðin er opin

Stöður sem gætu myndað stöðuritið okkar

Frágangur

1. Skilið einu PDF skjali með forsíðu og efnisyfirliti, þar sem að lágmarki eftirfarandi atriði koma fram:

  • Vel útfært stöðurit sem lýsir virkninni

  • Arduino forrit unnið samkvæmt stöðuritinu

2. Skilið einnig myndbandi sem sýnir virknina.

Stöðurit - Arduino Library- Forritun